Gusenbauer næsti kanslari 4. október 2006 06:00 Gusenbauer og Schüssel Alfred Gusenbauer, leiðtogi jafnaðarmanna, og Wolfgang Schüssel, fráfarandi kanslari og leiðtogi íhaldsmanna, takast í hendur í sjónvarpssal að kvöldi kjördags. MYND/AP Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu. Erlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu.
Erlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira