Skáru upp í þyngdarleysi 5. október 2006 04:30 Þyngdarlaus uppskurður Vísindamenn fylgdust áhugasamir með læknunum, sem voru bundnir niður. MYND/AP Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá. Erlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá.
Erlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira