Öryggi og frelsi í flugi 5. október 2006 06:30 Assad Kotaite Líbaninn Kotaite fór fyrir IAOC á árunum 1975-2005. MYND/vilhelm Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim. Erlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim.
Erlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira