ÖBÍ fer í mál við fjórtán lífeyrissjóði 6. október 2006 06:15 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál. Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál.
Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Sjá meira