ÖBÍ fer í mál við fjórtán lífeyrissjóði 6. október 2006 06:15 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál. Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál.
Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira