Skynsamleg niðurstaða 12. desember 2006 05:00 Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun