Phoenix burstaði Miami 7. janúar 2006 14:09 Steve Nash gaf 12 stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum þegar Phoenix rúllaði Miami upp á heimavelli sínum í nótt NordicPhotos/GettyImages Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira