Phoenix burstaði Miami 7. janúar 2006 14:09 Steve Nash gaf 12 stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum þegar Phoenix rúllaði Miami upp á heimavelli sínum í nótt NordicPhotos/GettyImages Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira