Lakers vann grannaslaginn 10. apríl 2006 08:53 Kobe Bryant var samur við sig í nótt og sallaði 38 stigum á LA Clippers NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Lakers sigraði í nótt granna sína Clippers 100-83 í NBA deildinni og kom þar með í veg fyrir að Clippers hefði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1993. Kobe Bryant skoraði 17 af 38 stigum sínum í fjórða leikhlutanum, en Elton Brand og Sam Cassell skoruðu 24 stig hvor fyrir Clippers - sem þó er enn ofar í töflunni. Orlando heldur áfram að koma á óvart og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð gegn stórliði í Austurdeildinni þegar liðið skellti Miami Heat 93-84. Jameer Nelson skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. San Antonio vann mikilvægan sigur á Memphis á heimavelli sínum 83-81, þar sem lokaskot Pau Gasol um leið og lokaflautið gall vildi ekki í körfuna og því höfðu heimamenn nauman sigur. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir meistarana, en Jake Tsakalidis skoraði 15 stig fyrir Memphis. Sacramento lagði Houston 86-77 og þarf nú aðeins þrjá sigra í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Brad Miller skoraði 30 stig, hirti 11 fráköst og náði að halda þokkalega aftur af kínverska risanum Yao Ming hjá Houston, sem þó var atkvæðamestur í liði gestanna með 19 stig og 12 fráköst. Loks vann Seattle góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum 116-114 í leik sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV og var sóknarleikurinn í miklu fyrirrúmi hjá liðunum eins og ætla mátti. Ray Allen skoraði öll 30 stig sín í þremur síðustu leikhlutunum og þar á meðal sigurkörfuna. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 23 stig og þeir Boris Diaw og Shawn Marion skoruðu 22 stig hvor. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira
Los Angeles Lakers sigraði í nótt granna sína Clippers 100-83 í NBA deildinni og kom þar með í veg fyrir að Clippers hefði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1993. Kobe Bryant skoraði 17 af 38 stigum sínum í fjórða leikhlutanum, en Elton Brand og Sam Cassell skoruðu 24 stig hvor fyrir Clippers - sem þó er enn ofar í töflunni. Orlando heldur áfram að koma á óvart og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð gegn stórliði í Austurdeildinni þegar liðið skellti Miami Heat 93-84. Jameer Nelson skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. San Antonio vann mikilvægan sigur á Memphis á heimavelli sínum 83-81, þar sem lokaskot Pau Gasol um leið og lokaflautið gall vildi ekki í körfuna og því höfðu heimamenn nauman sigur. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir meistarana, en Jake Tsakalidis skoraði 15 stig fyrir Memphis. Sacramento lagði Houston 86-77 og þarf nú aðeins þrjá sigra í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Brad Miller skoraði 30 stig, hirti 11 fráköst og náði að halda þokkalega aftur af kínverska risanum Yao Ming hjá Houston, sem þó var atkvæðamestur í liði gestanna með 19 stig og 12 fráköst. Loks vann Seattle góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum 116-114 í leik sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV og var sóknarleikurinn í miklu fyrirrúmi hjá liðunum eins og ætla mátti. Ray Allen skoraði öll 30 stig sín í þremur síðustu leikhlutunum og þar á meðal sigurkörfuna. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 23 stig og þeir Boris Diaw og Shawn Marion skoruðu 22 stig hvor.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Sjá meira