Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu
sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að
þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan
tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn
Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár.
