Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur.
Rafmagn hefur farið af mörgum þorpum og bæjum og vegum lokað vegna flóða. Ein sjónvarpsstöð í Washington þurfti að snúa myndavélunum að eigin byggingu þegar vatn flæddi inn í útsendingarstúdíó þar sem rennur á þaki bygginarinnar stífluðust.