Árásum á Gaza haldið áfram 30. júní 2006 08:15 MYND/AP Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni. Erlent Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni.
Erlent Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira