Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs 2. júlí 2006 18:45 Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Eftir að palestínskir skæruliðar tóku ísraelska hermanninn Gilad Shalit í gíslingu fyrir viku hefur ísraelski herinn haldið uppi linnulausum árásum á Gaza. Í nótt var spjótunum beint að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en þá lögðu herþyrlur skrifstofur hans í Gaza-borg í rúst með flugskeytum. Enginn var í byggingunni þegar árásin var gerð en maður sem átti leið þar hjá særðist nokkuð. Á ríkisstjórnarfundi í morgun varði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, árásirnar í morgun og sagði að þungi þeirra yrði jafnvel aukinn ef ísraelski gíslinn yrði ekki látinn laus þegar í stað. Þessum orðum er augljóslega beint til palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-samtökin veita forystu en Ísraelar telja þau bera beinta ábyrgð á gíslatökunni. Árásin í nótt ber að skoða sem viðvörun til oddvita þeirra. Ismail Haniyeh skoðaði leifararnar af skrifstofu sinni í morgun ásamt Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og óhætt er að segja að hljóðið í þeim hafi verið dökkt. Árásir Ísraela hitta vitaskuld saklausa íbúa Gaza-strandarinnar verst fyrir. Rafmagn hefur ítrekað farið af svæðinu vegna sprenginga í orkuverum og því hafa Palestínumenn þurft að framleiða raforku með olíu. Þar sem landamærin að Gaza hafa hins vegar lokast eftir að árásarhrinan hófst hafa aðdrættir hins vegar meira og minna stöðvast og því hafa mannúðarsamtök vaxandi áhyggjur af ástandinu. Síðdegis opnuðu loks ísraelsk stjórnvöld eina landamærastöð svo hægt væri að flytja þangað matvæli og eldsneyti. Verður hún opin næstu daga, en aðeins nokkra klukkutíma í senn.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira