Lögreglan rannsakar sprengingu á Manhattan

Lögreglan í New York borg rannsakar nú hvort ástæða þess að hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York um hádegisbil í dag hafi verið sjálfsvígstilraun. Eigandi byggingarinnar hefur staðið í erfiðum skilnaði að undanförnu og hafði meðal annars hótað konu sinni sjálfsmorði og að hún myndi þurfa að grafa eftir honum í ösku og braki. Eigandinn fannst á lífi í rústunum en að minnsta kosti 15 slösuðust í sprengingunni, fimm slökkviliðsmenn og 10 almennir borgarar.