Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon 16. júlí 2006 13:15 Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í orkuveri í Jiyeh, úthverfi Beirút MYND/AP Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira