Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn var girt af í morgun eftir að danska lögreglan handtók mann með bakpoka sem í var grunsamlegur pakki. Öryggisverðir sendiráðsins veittu manninum athygli fyrir utan bygginguna en hann virtist ringlaður.
Þegar pakkinn var skoðaður virtist sem í honum væru klukka, rafhlöður og vírar. Sprengjusérfræðingar voru því þegar kallaðir á vettvang og rannsaka þeir nú pakkann.