Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé 31. júlí 2006 09:18 Mynd/AP Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Hlé á árásum var tilkynnt eftir fund Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með stjórnvöldum í Ísrael og tók það gildi klukkan 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að ákvörðun Ísraelsmanna sé aðallega til komin vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Rice er einnig bjartsýn á að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé í þessari viku en sagði þó í morgun að þrýst yrði á um að Sameinuðu þjóðirnar krefðust tafarlauss vopnahlés. Þá ætti það að vera auðsótt mál þar sem hingað til hafa það helst verið Bandaríkjamenn sem hafa verið mótfallnir því að Sameinuðu þjóðirnar fari fram á vopnahlé. Árásin á Kana hefur vakið mikla reiði í alþjóðasamfélaginu, enda sú stærsta síðan árásir Ísraelsmanna hófust. 56 manns fórust í árásinni, þar af yfir 30 börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í gær og sagði árásina á Kana valda mikilli hneykslan og sorg vegna dauða almennra borgara. Athygli vekur að öryggisráðið hvorki fordæmir árásina né fer fram á tafarlaust vopnahlé af hálfu beggja aðila, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði krafist. Þess í stað ítrekaði ráðið mikilvægi þess að samið yrði um vopnahlé sem fyrst. Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Hlé á árásum var tilkynnt eftir fund Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með stjórnvöldum í Ísrael og tók það gildi klukkan 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að ákvörðun Ísraelsmanna sé aðallega til komin vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Rice er einnig bjartsýn á að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé í þessari viku en sagði þó í morgun að þrýst yrði á um að Sameinuðu þjóðirnar krefðust tafarlauss vopnahlés. Þá ætti það að vera auðsótt mál þar sem hingað til hafa það helst verið Bandaríkjamenn sem hafa verið mótfallnir því að Sameinuðu þjóðirnar fari fram á vopnahlé. Árásin á Kana hefur vakið mikla reiði í alþjóðasamfélaginu, enda sú stærsta síðan árásir Ísraelsmanna hófust. 56 manns fórust í árásinni, þar af yfir 30 börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í gær og sagði árásina á Kana valda mikilli hneykslan og sorg vegna dauða almennra borgara. Athygli vekur að öryggisráðið hvorki fordæmir árásina né fer fram á tafarlaust vopnahlé af hálfu beggja aðila, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði krafist. Þess í stað ítrekaði ráðið mikilvægi þess að samið yrði um vopnahlé sem fyrst.
Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira