Vill sameina sundraða þjóð 3. ágúst 2006 19:45 Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa. Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa.
Erlent Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira