Þrír handteknir grunaðir um að hlera bresku konungsfjölskylduna 9. ágúst 2006 19:30 Breska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, þar af einn blaðamann, vegna gruns um að þeir hafi hlerað síma konungsfjölskyldunnar. Málið er litið alvarlegum augum enda er ekki útilokað að það teygi anga sína víðar. Rannsókn Scotland Yard hefur raunar staðið yfir í nokkra mánuði en hún hófst eftir að grunur vaknaði hjá starfsfólk Karls Bretaprins um að farsímar þeirra Camillu Parker-Bowles væru hleraðir eða að tölvuþrjótum hefði með einhverjum hætti tekist að komast í talhólf á símum þeirra hjóna. Í gær lét lögreglan svo til skarar skríða og handtók þrjá menn í tengslum við hleranirnar, þar á meðal Clive Goodman, sérfræðing götublaðsins News of the World í málefnum konungsfjölskyldunnar. Þetta eru alls ekki einu dæmin um brotalamir í öryggisgæslu konungsfjölskyldunnar. Árið 2004 fékk blaðmaður Daily Mirror vinnu sem dyravörður í Buckingham-höll og nokkrum mánuðum síðar klifraði maður úr þrýstihópi feðra án forræðis upp á svalir hallarinnar íklæddur Batman-búningi. Gjörningalistamanni tókst ári áður að svindla sér inn í afmælisveislu Vilhjálms prins og fyrir tæpum aldarfjórðungi vaknaði drottningin við að ókunnur maður sat á rúmstokki hennar. Við þetta bætast svo símahleranir og sitt hvað fleira. Málið er því litið alvarlegum augum og til marks um það má nefna að sú deild Scotland Yard sem fer með varnir gegn hryðjuverkum fer nú með rannsókn þess. Hún beinist nú að því hvort fleiri símar hafi verið hleraðir, meðal annars hjá þingmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Breska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, þar af einn blaðamann, vegna gruns um að þeir hafi hlerað síma konungsfjölskyldunnar. Málið er litið alvarlegum augum enda er ekki útilokað að það teygi anga sína víðar. Rannsókn Scotland Yard hefur raunar staðið yfir í nokkra mánuði en hún hófst eftir að grunur vaknaði hjá starfsfólk Karls Bretaprins um að farsímar þeirra Camillu Parker-Bowles væru hleraðir eða að tölvuþrjótum hefði með einhverjum hætti tekist að komast í talhólf á símum þeirra hjóna. Í gær lét lögreglan svo til skarar skríða og handtók þrjá menn í tengslum við hleranirnar, þar á meðal Clive Goodman, sérfræðing götublaðsins News of the World í málefnum konungsfjölskyldunnar. Þetta eru alls ekki einu dæmin um brotalamir í öryggisgæslu konungsfjölskyldunnar. Árið 2004 fékk blaðmaður Daily Mirror vinnu sem dyravörður í Buckingham-höll og nokkrum mánuðum síðar klifraði maður úr þrýstihópi feðra án forræðis upp á svalir hallarinnar íklæddur Batman-búningi. Gjörningalistamanni tókst ári áður að svindla sér inn í afmælisveislu Vilhjálms prins og fyrir tæpum aldarfjórðungi vaknaði drottningin við að ókunnur maður sat á rúmstokki hennar. Við þetta bætast svo símahleranir og sitt hvað fleira. Málið er því litið alvarlegum augum og til marks um það má nefna að sú deild Scotland Yard sem fer með varnir gegn hryðjuverkum fer nú með rannsókn þess. Hún beinist nú að því hvort fleiri símar hafi verið hleraðir, meðal annars hjá þingmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira