Þúsundir Líbana snúa heim 15. ágúst 2006 12:15 Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. Vopnahléið hefur haldið að mestu frá því það tók gildi klukkan fimm í gærmorgun en þá höfðu átökin staðið í þrjátíu og fjóra daga. Ísraelar segja þó Hizbollah hafa skotið af sprengjuvörpum en sprengjurnar ekki náð yfir landamærin og ekki skaðað neinn. Fjórir liðsmenn Hizbollah eru sagðir hafa fallið í átökum við ísraelska hermenn. Þúsundir líbanskra flóttamanna streyma nú aftur til síns heima, flestir frá Sýrlandi, en alls er talið að um fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hafi verið þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Varnarmálaráðherra Líbanons segir að herinn muni senda 15.000 manna lið að norðurbakka Litani-árinnar fyrir vikulokin en það er í samræmi við vopnhlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni í gær að ályktun Öryggisráðsins væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael. Hann lýsti því jafnframt yfir að viðræður um afvopnum skæruliðasamtakanna ættu ekki að fara fram nú heldur á leynilegum fundi líbönsku ríkisstjórnarinnar. Með því mætti koma í veg fyrir að hagsmunir Ísraela yrðu ofan á. Nashrallah segir jafnfram að alþjóðlegt friðargæslulið myndi ekki ráða við aðstæður enn sem komið er. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði jafnframt Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. Vopnahléið hefur haldið að mestu frá því það tók gildi klukkan fimm í gærmorgun en þá höfðu átökin staðið í þrjátíu og fjóra daga. Ísraelar segja þó Hizbollah hafa skotið af sprengjuvörpum en sprengjurnar ekki náð yfir landamærin og ekki skaðað neinn. Fjórir liðsmenn Hizbollah eru sagðir hafa fallið í átökum við ísraelska hermenn. Þúsundir líbanskra flóttamanna streyma nú aftur til síns heima, flestir frá Sýrlandi, en alls er talið að um fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hafi verið þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Varnarmálaráðherra Líbanons segir að herinn muni senda 15.000 manna lið að norðurbakka Litani-árinnar fyrir vikulokin en það er í samræmi við vopnhlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni í gær að ályktun Öryggisráðsins væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael. Hann lýsti því jafnframt yfir að viðræður um afvopnum skæruliðasamtakanna ættu ekki að fara fram nú heldur á leynilegum fundi líbönsku ríkisstjórnarinnar. Með því mætti koma í veg fyrir að hagsmunir Ísraela yrðu ofan á. Nashrallah segir jafnfram að alþjóðlegt friðargæslulið myndi ekki ráða við aðstæður enn sem komið er. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði jafnframt Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira