Sjö létu lífið í sprengingu í Moskvu

Að minnsta kosti sjö létu lífið í mikilli sprengingu á götumarkaði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Í fyrstu var óttast að hryðjuverkamenn hefðu verið þarna að verki en Interfax-fréttastofan hefur eftir fulltrúum í innanríkissráðuðneyti að gasleki sé líklegasta orsök sprengingarinnar. Auk þeirra sem létust slösuðust um tvær tylftir manna.