170 dóu í flugslysinu 22. ágúst 2006 18:45 Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að skilja hvers vegna enginn lifði af þetta hörmulega flugslys því eins og sjá má af myndum brotnaði vélin í smátt þegar hún skall til jarðar skammt frá borginni Donetsk í austanverðri Úkraínu. Vélin, sem var af gerðinni Tupolev 154 og í eigu Pulkovo-flugfélagsins var á leiðinni með ferðamenn frá sumarleyfisstaðnum Anapa við Svartahafið til Pétursborgar í Rússlandi. Þegar hún hafði verið á flugi í nokkra stund barst frá henni neyðarkall og tveimur mínútum síðar var hún horfin af ratsjám. Þá er talið að hún hafi hrapað til jarðar úr 35.000 feta hæð. 170 manns fórust með vélinn þar á meðal tíu manna áhöfn og 39 börn. Í fyrstu var talið að eldur hefði kviknað um borð en það hefur verið borið til baka. Sjónarvottar segja að vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún steyptist niður úr háloftunum og því hallast yfirvöld helst að því að hún hafi lent í þrumuveðri eða mikilli ókyrrð og misst þar með afl. Flugvélar af þessari gerð hafa verið í notkun um áratugaskeið í Rússlandi og mörgum fyrrum Sovétlýðveldum en á seinni árum hafa þær verið taldar í öruggara lagi. Aftur á móti er aðeins mánuður síðan Airbus-þota Sibir-flugfélagsins fórst í lendingu á Irkutsk-flugvelli í Síberíu og með henni 122. Fjögur ár eru svo frá því að þota frá Pulkovo-flugfélaginu brotlenti á leið til Pétursborgar og létust 14 manns. Erlent Fréttir Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Engar líkur eru taldar á að nokkur hafi komist lífs af þegar rússnesk farþegaþota með 170 manns innanborðs fórst skammt frá Donétsk í Úkraínu í dag. Ókyrrð í lofti er sögð orsök slyssins en hryðjuverk er útilokað. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að skilja hvers vegna enginn lifði af þetta hörmulega flugslys því eins og sjá má af myndum brotnaði vélin í smátt þegar hún skall til jarðar skammt frá borginni Donetsk í austanverðri Úkraínu. Vélin, sem var af gerðinni Tupolev 154 og í eigu Pulkovo-flugfélagsins var á leiðinni með ferðamenn frá sumarleyfisstaðnum Anapa við Svartahafið til Pétursborgar í Rússlandi. Þegar hún hafði verið á flugi í nokkra stund barst frá henni neyðarkall og tveimur mínútum síðar var hún horfin af ratsjám. Þá er talið að hún hafi hrapað til jarðar úr 35.000 feta hæð. 170 manns fórust með vélinn þar á meðal tíu manna áhöfn og 39 börn. Í fyrstu var talið að eldur hefði kviknað um borð en það hefur verið borið til baka. Sjónarvottar segja að vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún steyptist niður úr háloftunum og því hallast yfirvöld helst að því að hún hafi lent í þrumuveðri eða mikilli ókyrrð og misst þar með afl. Flugvélar af þessari gerð hafa verið í notkun um áratugaskeið í Rússlandi og mörgum fyrrum Sovétlýðveldum en á seinni árum hafa þær verið taldar í öruggara lagi. Aftur á móti er aðeins mánuður síðan Airbus-þota Sibir-flugfélagsins fórst í lendingu á Irkutsk-flugvelli í Síberíu og með henni 122. Fjögur ár eru svo frá því að þota frá Pulkovo-flugfélaginu brotlenti á leið til Pétursborgar og létust 14 manns.
Erlent Fréttir Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira