Íranar reiðubúnir til viðræðna 22. ágúst 2006 19:45 Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran. Erlent Fréttir Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira