Spænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hygðist senda ellefu hundruð hermenn til friðargæslu í Líbanon á næstunni. Þeir verða hluti af fimmtán þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í suðurhluta landsins sem ætlað er að koma í veg fyrir að bardagar milli Ísraelshers og Hizbollah-liða blossi upp á ný eftir ríflega mánaðarlöng átök fyrr í sumar og um leið að styrkja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Spánverjar senda 1100 friðargæsluliða til Líbanons
