Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Ísraela og Líbana hafa þekkst boð sitt um að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Varð það kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.
Heimildarmenn ísraelskra miðla segja þetta rangt, Ísraelar hafi ekki þekkst boðið.