Komu í veg fyrir alvarlega árás 12. september 2006 12:00 MYND/AP Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira