Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt 12. september 2006 13:31 Abdul Aziz Duaik hrópar á fréttamenn við komuna í herdómstólinn á Ramallah í morgun. MYND/AP Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng. Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng.
Erlent Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira