Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar 13. september 2006 11:45 Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira
Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira