Pólskur unglingspiltur hefur játað að hafa stungið belgískan dreng til bana þegar hann rændi af honum MP3 spilara.
Tveir pólskir unglingar eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Joe Can Holsbeek, sautján ára pilt, á lestarstöð í Brussel í apríl á þessu ári, rænt af honum MP3 spilara og stungið hann fimm sinnum. Morðið vakti mikila reiði um alla Belgíu. Drengurinn sem játað hefur verknaðinn segir hann hafi drepið pilitinn í sjálfsvörn. Árásarmennirnir náðust eftir að það tókst að bera kennsl á myndir af þeim úr öryggismyndavél.