Bin Laden sagður á lífi 24. september 2006 18:45 Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000. Erlent Fréttir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000.
Erlent Fréttir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira