Torfæruhjól skemma reiðgötur 25. október 2006 18:11 Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað. Átta alvarleg slys hafa orðið á innan við ári á hestamönnum sem hafa hlotið mænu- eða heilaskaða. Ýmsar ástæður liggja að baki þeim slysum en Jón Albert Sigurbjörnsson formaður Landssambandsins hefur áhyggjur af því að skemmdir á reiðgötum eigi eftir að valda alvarlegum slysum. "Þessi torfæruhjól sem virðast tröllríða öllu í dag. Þeir nota reiðvegina okkar til þess að ferðast á milli staða, oftast á ónúmeruðum hjólum og þar af leiðandi ótryggðum og valda stórskemmdum á reiðvegum. Ríkið, sveitarfélög og landssambandið eru að leggja á annað hundrað milljóna á ári í reiðvegina og svo spólast þetta upp, sérstaklega á vorin og reiðvegirnir verða hreinlega ónýtir á eftir." Jón Albert segir að einn af hverjum fimm ferðamönnum noti íslenska hestinn og það skili þjóðarbúinu allt að tíu milljörðum. "Menn geta spurt af hverju hestamenn leggi ekki reiðvegina sjálfir en þetta er mjög stór þáttur í ferðaþjónustu á Íslandi." Ungur piltur, Óskar Örn Ólafsson, þeysti eftir reiðgötunni í dag og upp á æfingasvæðið til móts við Litlu kaffistofuna. Spurður af hverju hann notaði reiðgötuna sagðist Óskar líta svo á að reiðgatan væri allra manna eign. "Það er mikil og dýr útgerð að vera með bíl og kerru og hjól, þannig að það er eins gott að hjóla bara heiman frá sér hingað." Landssamband hestamanna og Vátryggingafélag Íslands efna til ráðstefnu um öryggismál í hestamennsku á Hótel Selfossi í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira