Erfiður róður framundan hjá Bush 8. nóvember 2006 12:15 Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira