Endalaus saga í olíusamráðsmáli 16. nóvember 2006 19:39 Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira