Þúsund tonn og hörkusamkeppni 28. desember 2006 18:43 Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið. Fréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið.
Fréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira