Ásakanir í garð Frjálslynda flokksins 2. mars 2007 05:00 Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun