Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar 2. október 2025 07:02 Hver eru mest lesnu orð á Íslandi? Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. Það má því án þess að draga of stórar ályktanir halda því fram að þau orð sem ramma inn þetta stafræna umhverfi sem við eyðum meira og meira af okkar tíma innan séu mest lesnu orð á Íslandi. En þau eru ekki á íslensku... Eitraða eplið Samkvæmt tölum Gallup eru símar frá tæknirisanum Apple þeir vinsælustu á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu enda um frábæra síma að ræða sem undirritaður hefur notað frá táningsaldri. Ókosturinn er þó að stýrikerfi þessa síma er ekki í boði á móðurtungunni. Íslenskan hefur því fengið að gjalda fyrir þessar vinsældir Apple með síauknum slettum og töpuðum tækifærum fyrir tækniorðanýsköpun og áframhaldandi þróun íslenskrar tungu. Í stað þess að verður hún æ meira blendingsmál við enskuna sem tæknirisarnir ýta undir. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um það að nota orðin sem þau lesa hvað mest. Nú gætu lesendur haldið að undirritaður sé orðinn heldur dramatískur. Áhrif þessa stýrikerfis geta ekki verið svo mikil. En áhrifin eru gífurleg. Drögum fram lítið dæmi. Hér má sjá viðmót iOS stýrikerfisins við að stilla klukkur af ýmsu tagi. Í daglegu tali hefur undirritaður ítrekað heyrt talað um að "Starta Tæmer", eða beðinn um að stilla "Alarm". Þessi orð lauma sér í orðaforða hjá Íslendingum á skiljanlegan hátt. Þetta er einfaldlega orðið sem maður sér. Sömu sögu er að segja frá öllum kimum stýrikerfisins. Maður stillir á "rímænder", maður bætir mönnum við í "kontakts", skoðar "settings", setur á "erplein mód". Dæmin hlaupa eflaust á hundruðum. Afleidd áhrif stýrikerfisins Sömu sögu og í stýrikerfinu má segja af hinum ýmsu smáforritum sem eru mikið notuð af fólki og þá sérstaklega af ungu fólki. Til dæmis er ekki hægt að stilla smáforritin Instagram, Snapchat og Facebook á íslensku (þ.e.a.s. í iOS). Þetta hefur auðvitað svipuð áhrif að fólk talar um að "pósta í storí", "kommenta" og svo mætti áfram telja. Þetta er auðvitað verkefni útaf fyrir sig. En nefna má að það að stilla stýrikerfið sitt á íslensku leyfir þeim fáu forritum sem hafa lagt eitthvað í íslenska þýðingu að skína (ég hef sérstaklega gaman af Spotify og Chess.com). Það er nefnilega hægt að setja íslensku sem sjálfvalið tungumál (e. Preferred Language). Það breytir ekki stýrikerfinu sjálfu en sendir smáforritunum þau skilaboð að breyta yfir í það tungumál ef það er í boði og sendir tæknirisanum þau skilaboð að það séu fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ég vil því hvetja alla iPhone notendur til þess að fara í (allt á ensku auðvitað) Settings->General->Language & Region og setja íslensku þar efsta á lista. Það gerir ekki mikið en þó eitthvað. Eltum Norðurlöndin Nágrannar okkar hafa greinilega fattað þetta enda er iOS stýrikerfið í boði á sænsku, norsku bókmáli, finnsku og dönsku og munurinn er sláandi. Stýrikerfið umbreytist og öll smáforritin aðlagast að tungumálinu. Auðvitað erum við smærri þjóð en það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við þessa vanrækslu af hálfu tæknifyrirtækjanna. Nú er tíminn til að setja kassann út! Hvað þarf að gera? Íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega hæstvirtur menningarmálaráðherra Logi Einarsson ættu að setja sig í beint samband við þessa tæknirisa og krefjast þess að þessi mest notuðu forrit og stýrikerfi á íslandi séu þýdd yfir á íslensku. Jafnvel bjóða fram Íslendinga til þýðingar og hjálpa þeim við þetta verkefni. Viðhald íslenskunnar er verkefni sem ber að taka alvarlega. Við skulum vinna saman að því að viðhalda því sannleiksgildi sem eftir er af orðum Einars Ben í ljóði sínu Móðir mín. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Höfundur er Skagfirðingur og forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hver eru mest lesnu orð á Íslandi? Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. Það má því án þess að draga of stórar ályktanir halda því fram að þau orð sem ramma inn þetta stafræna umhverfi sem við eyðum meira og meira af okkar tíma innan séu mest lesnu orð á Íslandi. En þau eru ekki á íslensku... Eitraða eplið Samkvæmt tölum Gallup eru símar frá tæknirisanum Apple þeir vinsælustu á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu enda um frábæra síma að ræða sem undirritaður hefur notað frá táningsaldri. Ókosturinn er þó að stýrikerfi þessa síma er ekki í boði á móðurtungunni. Íslenskan hefur því fengið að gjalda fyrir þessar vinsældir Apple með síauknum slettum og töpuðum tækifærum fyrir tækniorðanýsköpun og áframhaldandi þróun íslenskrar tungu. Í stað þess að verður hún æ meira blendingsmál við enskuna sem tæknirisarnir ýta undir. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um það að nota orðin sem þau lesa hvað mest. Nú gætu lesendur haldið að undirritaður sé orðinn heldur dramatískur. Áhrif þessa stýrikerfis geta ekki verið svo mikil. En áhrifin eru gífurleg. Drögum fram lítið dæmi. Hér má sjá viðmót iOS stýrikerfisins við að stilla klukkur af ýmsu tagi. Í daglegu tali hefur undirritaður ítrekað heyrt talað um að "Starta Tæmer", eða beðinn um að stilla "Alarm". Þessi orð lauma sér í orðaforða hjá Íslendingum á skiljanlegan hátt. Þetta er einfaldlega orðið sem maður sér. Sömu sögu er að segja frá öllum kimum stýrikerfisins. Maður stillir á "rímænder", maður bætir mönnum við í "kontakts", skoðar "settings", setur á "erplein mód". Dæmin hlaupa eflaust á hundruðum. Afleidd áhrif stýrikerfisins Sömu sögu og í stýrikerfinu má segja af hinum ýmsu smáforritum sem eru mikið notuð af fólki og þá sérstaklega af ungu fólki. Til dæmis er ekki hægt að stilla smáforritin Instagram, Snapchat og Facebook á íslensku (þ.e.a.s. í iOS). Þetta hefur auðvitað svipuð áhrif að fólk talar um að "pósta í storí", "kommenta" og svo mætti áfram telja. Þetta er auðvitað verkefni útaf fyrir sig. En nefna má að það að stilla stýrikerfið sitt á íslensku leyfir þeim fáu forritum sem hafa lagt eitthvað í íslenska þýðingu að skína (ég hef sérstaklega gaman af Spotify og Chess.com). Það er nefnilega hægt að setja íslensku sem sjálfvalið tungumál (e. Preferred Language). Það breytir ekki stýrikerfinu sjálfu en sendir smáforritunum þau skilaboð að breyta yfir í það tungumál ef það er í boði og sendir tæknirisanum þau skilaboð að það séu fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ég vil því hvetja alla iPhone notendur til þess að fara í (allt á ensku auðvitað) Settings->General->Language & Region og setja íslensku þar efsta á lista. Það gerir ekki mikið en þó eitthvað. Eltum Norðurlöndin Nágrannar okkar hafa greinilega fattað þetta enda er iOS stýrikerfið í boði á sænsku, norsku bókmáli, finnsku og dönsku og munurinn er sláandi. Stýrikerfið umbreytist og öll smáforritin aðlagast að tungumálinu. Auðvitað erum við smærri þjóð en það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við þessa vanrækslu af hálfu tæknifyrirtækjanna. Nú er tíminn til að setja kassann út! Hvað þarf að gera? Íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega hæstvirtur menningarmálaráðherra Logi Einarsson ættu að setja sig í beint samband við þessa tæknirisa og krefjast þess að þessi mest notuðu forrit og stýrikerfi á íslandi séu þýdd yfir á íslensku. Jafnvel bjóða fram Íslendinga til þýðingar og hjálpa þeim við þetta verkefni. Viðhald íslenskunnar er verkefni sem ber að taka alvarlega. Við skulum vinna saman að því að viðhalda því sannleiksgildi sem eftir er af orðum Einars Ben í ljóði sínu Móðir mín. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Höfundur er Skagfirðingur og forritari
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar