Tónlist

Fallegur fjársjóður Bigga

Birgir Örn Steinarsson er að undirbúa sína aðra sólóplötu.
Birgir Örn Steinarsson er að undirbúa sína aðra sólóplötu.

Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári.

„Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“

Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×