Gaspur Gríms Atlasonar 23. maí 2007 06:00 Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. maí sl. sem er full af rangfærslum og öfugmælum um íslenska kvótakerfið og virðist sem bæjarstjórinn hafi ekki kynnt sér þróun mála í sjávarútvegi með neinum hætti. Í fyrsta lagi fullyrðir bæjarstjórinn að kvótakerfið hafi leitt af sér aukna verðmætasköpun. Þessi fullyrðing er röng þar sem glæný skýrsla Hagstofu Íslands sýnir að verðmæti íslensks sjávarfangs hefur lækkað um á þriðja tug milljarða árlega á síðasta áratug, á verðlagi þessa árs. Á sama tíma hafa skuldir útgerðarinnar margfaldast. Ekki er að sjá að skuldirnar hafi komið til vegna fjárfestinga í greininni þar sem ekki hefur orðið eðlileg endurnýjun í togaraflota landsmanna og hefur hann elst mjög. Grímur Atlason fullyrðir enn fremur að frelsi í sjávarútvegi hafi aukist og að afskipti hins opinbera hafi minnkað! Þessar órökstuddu fullyrðingar Gríms Atlasonar eru með ólíkindum þar sem það er nákvæmlega ekkert frelsi í greininni og nánast allar veiðar eru rígnegldar niður í kvóta og algerlega girt fyrir að nýliðar geti hafið rekstur. Hið opinbera ver síðan gífurlegum fjárhæðum í að hafa eftirlit og ýmis afskipti af sjómönnum. Eftirlitskostnaðurinn er nokkur hundruð þúsund krónur á hvern íslenskan sjómann. Kvótakerfið hvetur til svindls og brottkasts. Þrátt fyrir gífurlegt og síaukið eftirlit er milljarða svindl í kerfinu að mati fiskistofustjóra en það upplýsti hann í nýlegum Kompásþætti, svindl sem er á allra vitorði sem þekkja til sjávarútvegsins. Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjávarbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafasamar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem er þjökuð af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram tillögur um hvernig eigi að komast út úr núverandi pattstöðu byggðanna og fela þær m.a. í sér að gefa eitthvert frelsi til sjósóknar á minni bátum. Fyrir ábyrga sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðunum er bara eitt að gera, þ.e. taka undir tillögur Frjálslynda flokksins, a.m.k. ef þeir vilja stuðla að áframhaldandi byggð í sjávarbyggðunum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar