Bocelli syngur á Íslandi 5. júlí 2007 03:45 Celine Dion sagði eitt sinn að ef Guð væri með söngrödd þá myndi hún hljóma eitthvað í líkingu við rödd Bocellis. Nordicphotos/Getty Ítalski stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Egilshöll þann 31. október en það er fyrirtækið Déjávu sem stendur að komu tenórsins. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúm tvö ár. „Heildarfjöldi þeirra sem koma gagngert til landsins vegna tónleikanna eru um 100 manns. Í þeirri tölu eru hljóðmenn, skipuleggjendur, hljóðhönnuðir, hljómsveitarmeðlimir og fleiri. Þá mun fullskipuð tékkneska sinfóníuhljómsveitin spila undir. Þetta er risastór pakki,” segir Karl Lúðvíksson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Déjávu, sem stendur fyrir tónleikum Bocellis í Egilshöllinni. Að sögn Karls hefur undirbúningur fyrir komu Bocellis til landsins staðið yfir frá árinu 2005. Fór þá af stað ferli sem lauk með því að Karl sjálfur hélt til Ítalíu á fund umboðsmanns söngvarans í maí síðastliðnum. „Þá var þetta loksins niðurneglt og það var mikill áfangi. Þessi hugmynd hefur blundað í mér í nokkur ár, enda er um að ræða einn vinsælasta klassíska poppsöngvara allra tíma sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum,“ segir Karl, sem sjálfur er mikill aðdáandi söngvarans. Umræddur fundur fór fram á heimili Bocellis í nágrenni Pisa á Ítalíu og varð Karl þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta sjálfan söngvarann. „Hann spurði mikið um Ísland og þá sérstaklega veðrið. Honum var mikið í mun að vita hvort hann þyrfti að vera í loðgalla þegar hann kæmi,“ segir Karl og hlær. „Hann var mjög hissa þegar hann heyrði af vinsældum sínum á Íslandi og hann hlakkar mikið til að syngja fyrir hóp sem hann hefur ekki sungið fyrir áður.“ Andrea Bocelli er margverðlaunaður tenór og einn söluhæsti tónlistarmaður heims síðustu ár. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir rúmum áratug fyrir enska útgáfu sína á laginu Con te partirò sem margir ættu að þekkja sem Time to say goodbye. Bocelli hefur verið blindur frá 12 ára aldri en þykir búa yfir einstakri rödd. „Ef Guð væri með söngrödd, þá myndi hún hljóma eitthvað í líkingu við rödd Andreas Bocelli,“ lét söngkonan Celine Dion eitt sinn hafa eftir sér. Um svokallað sitjandi tónleika verður um að ræða í Egilshöllinni og er gert ráð fyrir að sæti verði fyrir um 6000 manns. Miðasala hefst á næstu dögum og fer fram á midi.is. Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ítalski stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Egilshöll þann 31. október en það er fyrirtækið Déjávu sem stendur að komu tenórsins. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúm tvö ár. „Heildarfjöldi þeirra sem koma gagngert til landsins vegna tónleikanna eru um 100 manns. Í þeirri tölu eru hljóðmenn, skipuleggjendur, hljóðhönnuðir, hljómsveitarmeðlimir og fleiri. Þá mun fullskipuð tékkneska sinfóníuhljómsveitin spila undir. Þetta er risastór pakki,” segir Karl Lúðvíksson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Déjávu, sem stendur fyrir tónleikum Bocellis í Egilshöllinni. Að sögn Karls hefur undirbúningur fyrir komu Bocellis til landsins staðið yfir frá árinu 2005. Fór þá af stað ferli sem lauk með því að Karl sjálfur hélt til Ítalíu á fund umboðsmanns söngvarans í maí síðastliðnum. „Þá var þetta loksins niðurneglt og það var mikill áfangi. Þessi hugmynd hefur blundað í mér í nokkur ár, enda er um að ræða einn vinsælasta klassíska poppsöngvara allra tíma sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum,“ segir Karl, sem sjálfur er mikill aðdáandi söngvarans. Umræddur fundur fór fram á heimili Bocellis í nágrenni Pisa á Ítalíu og varð Karl þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta sjálfan söngvarann. „Hann spurði mikið um Ísland og þá sérstaklega veðrið. Honum var mikið í mun að vita hvort hann þyrfti að vera í loðgalla þegar hann kæmi,“ segir Karl og hlær. „Hann var mjög hissa þegar hann heyrði af vinsældum sínum á Íslandi og hann hlakkar mikið til að syngja fyrir hóp sem hann hefur ekki sungið fyrir áður.“ Andrea Bocelli er margverðlaunaður tenór og einn söluhæsti tónlistarmaður heims síðustu ár. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir rúmum áratug fyrir enska útgáfu sína á laginu Con te partirò sem margir ættu að þekkja sem Time to say goodbye. Bocelli hefur verið blindur frá 12 ára aldri en þykir búa yfir einstakri rödd. „Ef Guð væri með söngrödd, þá myndi hún hljóma eitthvað í líkingu við rödd Andreas Bocelli,“ lét söngkonan Celine Dion eitt sinn hafa eftir sér. Um svokallað sitjandi tónleika verður um að ræða í Egilshöllinni og er gert ráð fyrir að sæti verði fyrir um 6000 manns. Miðasala hefst á næstu dögum og fer fram á midi.is.
Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira