Dungen: Tio bitar - tvær stjörnur 8. júlí 2007 12:00 Dungen fer úr spennandi, fallegum og ferskum afthvarfspælingum í hið gagnstæða. Þó ekki alslæm með öllu. Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða. Vinsældirnar eru ekki síður óvenjulegar í ljósi þess að allir textar Dungen eru sungnir á sænsku (reyndar færir sænskan tónlistinni einn sinn helsta ljóma). Platan bar með sér innihaldsríkar rokkpælingar undir augljósum áhrifum tilraunakennds sækadelíurokks. Þrátt fyrir þessi áhrif var margt nýtt að gerast á plötunni. Hljómurinn var einstakur og nokkur lög algerar rokkperlur. Á þessari skífu hefur dæmið hins vegar snúist að mestu leyti við. Í staðinn fyrir að útfæra eitthvað nýtt útfrá gömlum grunni hljómar Tio bitar meira eins og verið sé að herma eftir gömlu dóti. Verst er samt hversu lagasmíðum Dungen hefur hrakað. Intro plötunnar gefur strax til kynna að hér er ekki allt með felldu. Næsta lag á eftir, Familj, bjargar hins vegar miklu enda besta lag plötunnar. Því næst kemur margt sem minnir á Ta det lungt en nær sjaldnast að hreyfa við manni. Voða mikið verið að hjakka í sama farinu. Platan hefur þó sína kosti og er engin gallsúr leiðindi. Du ska inte tro att det ordnar sig er hið fínasta retro-rokk. Er til dæmis töluvert betra en tónlist áströlsku sveitarinnar Wolfmother sem er svolítið af svipuðu meiði og Dungen en nýtur töluvert meiri vinsælda. Mörg lög innihalda líka efnilegar pælingar sem síðan dofna út og enda í ófrumlegum og hugmyndasnauðum langlokum. Samt eru flest lögin ekki nema um fjórar mínútur. Hið nærri níu mínútna Mon Amour er þannig hátindur leiðindanna. Mér þykir pínu óþægilegt að gagnrýna Dungen svona mikið enda átti ég von á fínni dráttum. Heildin er ekki viðunandi en samt sem áður má alveg finna nokkra góða hluti. Áhugamenn um sækadelískt rokk geta fengið fullt fyrir sinn snúð. Má ég ekki samt frekar mæla með Ta det lungt? Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dungen er hljómsveit (í raun verk eins manns, Gustav Ejstes) frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar skífur en síðasta plata, Ta det lungt, sló í gegn meðal tónlistarspekúlanta víða um heim og hróður hennar barst víða. Vinsældirnar eru ekki síður óvenjulegar í ljósi þess að allir textar Dungen eru sungnir á sænsku (reyndar færir sænskan tónlistinni einn sinn helsta ljóma). Platan bar með sér innihaldsríkar rokkpælingar undir augljósum áhrifum tilraunakennds sækadelíurokks. Þrátt fyrir þessi áhrif var margt nýtt að gerast á plötunni. Hljómurinn var einstakur og nokkur lög algerar rokkperlur. Á þessari skífu hefur dæmið hins vegar snúist að mestu leyti við. Í staðinn fyrir að útfæra eitthvað nýtt útfrá gömlum grunni hljómar Tio bitar meira eins og verið sé að herma eftir gömlu dóti. Verst er samt hversu lagasmíðum Dungen hefur hrakað. Intro plötunnar gefur strax til kynna að hér er ekki allt með felldu. Næsta lag á eftir, Familj, bjargar hins vegar miklu enda besta lag plötunnar. Því næst kemur margt sem minnir á Ta det lungt en nær sjaldnast að hreyfa við manni. Voða mikið verið að hjakka í sama farinu. Platan hefur þó sína kosti og er engin gallsúr leiðindi. Du ska inte tro att det ordnar sig er hið fínasta retro-rokk. Er til dæmis töluvert betra en tónlist áströlsku sveitarinnar Wolfmother sem er svolítið af svipuðu meiði og Dungen en nýtur töluvert meiri vinsælda. Mörg lög innihalda líka efnilegar pælingar sem síðan dofna út og enda í ófrumlegum og hugmyndasnauðum langlokum. Samt eru flest lögin ekki nema um fjórar mínútur. Hið nærri níu mínútna Mon Amour er þannig hátindur leiðindanna. Mér þykir pínu óþægilegt að gagnrýna Dungen svona mikið enda átti ég von á fínni dráttum. Heildin er ekki viðunandi en samt sem áður má alveg finna nokkra góða hluti. Áhugamenn um sækadelískt rokk geta fengið fullt fyrir sinn snúð. Má ég ekki samt frekar mæla með Ta det lungt? Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp