Kokkteilkvartett í góðu grúvi 10. júlí 2007 01:15 Með kokkteilbandinu er hún í fyrsta sinn að syngja eitthvað annað en eigin lög. Fréttablaðið/Hörður Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið. „Við köllum þetta kokkteilband því það er ákveðinn fílingur yfir þessari tónlist. Við erum að spila gömul eighties-lög og setjum þau í nýjan búning eftir eigin höfði. Úr verður svolítið sérstakt en mjög gott grúv,“ segir Lára en æfingar hjá sveitinni hafa staðið yfir síðustu vikur. Kvartettinn er hugarfóstur bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar og því fær hans nafn að njóta sín í titli kvartettsins. „Hann er forsprakkinn og hugmyndasmiður á bak við þetta allt saman. Hann sér um að velja lög og heldur þessu saman. Algjör snillingur,“ segir Lára. Auk þeirra tveggja spilar Pétur Hallgrímsson á gítar og Arnar Gíslason, unnusti Láru, lemur húðir. Söngkonan segir samstarfið með kærastanum ganga mjög vel. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur og enginn ágreiningur hefur komið upp. Ég held að það fari bara vel saman að vera með kærastanum í hljómsveit,“ segir Lára og hlær. Enn sem komið er hefur kvartettinn ekki komið fram opinberlega en fram undan er spilamennska í mannfögnuðum af ýmsu tagi. „Við erum að leggja lokahönd á prógramið og förum þá af stað fyrir alvöru,“ segir Lára. Mest lesið Kim féll Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið. „Við köllum þetta kokkteilband því það er ákveðinn fílingur yfir þessari tónlist. Við erum að spila gömul eighties-lög og setjum þau í nýjan búning eftir eigin höfði. Úr verður svolítið sérstakt en mjög gott grúv,“ segir Lára en æfingar hjá sveitinni hafa staðið yfir síðustu vikur. Kvartettinn er hugarfóstur bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar og því fær hans nafn að njóta sín í titli kvartettsins. „Hann er forsprakkinn og hugmyndasmiður á bak við þetta allt saman. Hann sér um að velja lög og heldur þessu saman. Algjör snillingur,“ segir Lára. Auk þeirra tveggja spilar Pétur Hallgrímsson á gítar og Arnar Gíslason, unnusti Láru, lemur húðir. Söngkonan segir samstarfið með kærastanum ganga mjög vel. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur og enginn ágreiningur hefur komið upp. Ég held að það fari bara vel saman að vera með kærastanum í hljómsveit,“ segir Lára og hlær. Enn sem komið er hefur kvartettinn ekki komið fram opinberlega en fram undan er spilamennska í mannfögnuðum af ýmsu tagi. „Við erum að leggja lokahönd á prógramið og förum þá af stað fyrir alvöru,“ segir Lára.
Mest lesið Kim féll Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira