Tónlistarkonan Kira Kira heldur tónleika í 12 tónum í dag en hún er nýkomin úr löngu tónleikaferðalagi. Túrinn hófst í Helsinki þar sem Kira Kira tók upp plötuna Our Map to the Monster Olympics í hljóðveri Samuli Kosminen á eynni Suomenlinna.
Hljómsveitin hélt nokkra tónleika í Helsinki og eina í Stokkhólmi. Þá hélt hún til Bandaríkjanna með New York sveitinni Mice Parade og söngvaskáldinu Tom Brosseau. Á fimmtudaginn kom Kira Kira svo fram í Iðnó og nú er komið að 12 tónum. Tónleikarnir hefjast klukkan fimm og allir eru velkomnir.