Rétti tíminn runninn upp 1. ágúst 2007 03:00 Söngkonan Birgitta Haukdal segir að fyrsta sólóplata sín, sem er væntanleg fyrir næstu jól, verði mjög ólík því sem hún hefur gert með Írafári. Eitt lagið á plötunni samdi Birgitta þegar hún var níu ára gömul. Sólóplatan verður sungin á íslensku því hana dreymir ekki um frægð í útlöndum. fréttablaðið/valli Birgitta Haukdal ætlar að gefa út sína fyrstu sólóplötu fyrir næstu jól. Er hún nýbúin að undirrita útgáfusamning við Senu þess efnis. „Ég hef það á tilfinningunni að núna sé minn rétti tími. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Birgitta. „Ég hef ekki viljað gefa út plötu fyrr en rétti tíminn kæmi. Ég er svo mikil tilfinningavera að það þarf allt að hafa sinn rétta tíma og „móment“. Þessi plata verður mjög ólík Írafári. Hún verður mjög Birgittuleg og ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég er algjörlega samkvæm sjálfri mér. Þetta verður notaleg plata og persónuleg, ég er bara þannig. Ég vil hafa það sem ég geri svolítið persónulegt.“Gamalt þverflautulagVignir Snær Vigfússon, félagi Birgittu úr Írafári, tekur plötuna upp með henni auk þess sem þau semja nokkur lög saman. „Við erum svo góðir vinir. Það er gott að vinna með fólki sem maður þekkir 200%,“ segir Birgitta, sem á sjálf nokkur lög á plötunni, þar á meðal fyrsta lagið sem hún samdi þegar hún var níu ára. „Ég samdi það á þver-flautu og tónlistarkennarinn minn var mjög hamingjusamur með það. Hann lét mig spila það á messum og á skólaskemmtunum úti um allt. Ég vildi að þetta lag væri á plötunni sama hvort mönnum fyndist það gott eða ekki. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér því þarna fattaði ég að ég gæti kannski eitthvað í tónlistinni.“ Sátt á ÍslandiPlatan verður sungin á íslensku enda er Birgitta ekkert að velta fyrir sér frægð og frama í útlöndum. „Mér þykir svo vænt um íslenska markaðinn að ég þarf ekkert að leita lengra. Ég hef enga löngun til að gera neitt á ensku í þeirri von að einhver uppgötvi mig úti í heimi. Ég vil gera þetta á Íslandi því þar er ég sátt,“ segir hún. Áfram með StuðmönnumÞrátt fyrir að sólóferill sé í vændum ætlar Birgitta að halda áfram að syngja með Stuðmönnum eins og hún hefur gert undanfarið eitt og hálft ár með góðum árangri. „Það er búið að vera alveg meiri háttar og ólíkt öllu því sem ég hef gert áður.Við höldum því starfi áfram,“ segir Birgitta, sem segist samt ekki líta á sig sem Stuðmann. „Ég mun aldrei verða Stuðmaður en ég get kallað mig Stuðkonu. Ragga er Stuðmaðurinn.“ Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Birgitta Haukdal ætlar að gefa út sína fyrstu sólóplötu fyrir næstu jól. Er hún nýbúin að undirrita útgáfusamning við Senu þess efnis. „Ég hef það á tilfinningunni að núna sé minn rétti tími. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Birgitta. „Ég hef ekki viljað gefa út plötu fyrr en rétti tíminn kæmi. Ég er svo mikil tilfinningavera að það þarf allt að hafa sinn rétta tíma og „móment“. Þessi plata verður mjög ólík Írafári. Hún verður mjög Birgittuleg og ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég er algjörlega samkvæm sjálfri mér. Þetta verður notaleg plata og persónuleg, ég er bara þannig. Ég vil hafa það sem ég geri svolítið persónulegt.“Gamalt þverflautulagVignir Snær Vigfússon, félagi Birgittu úr Írafári, tekur plötuna upp með henni auk þess sem þau semja nokkur lög saman. „Við erum svo góðir vinir. Það er gott að vinna með fólki sem maður þekkir 200%,“ segir Birgitta, sem á sjálf nokkur lög á plötunni, þar á meðal fyrsta lagið sem hún samdi þegar hún var níu ára. „Ég samdi það á þver-flautu og tónlistarkennarinn minn var mjög hamingjusamur með það. Hann lét mig spila það á messum og á skólaskemmtunum úti um allt. Ég vildi að þetta lag væri á plötunni sama hvort mönnum fyndist það gott eða ekki. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér því þarna fattaði ég að ég gæti kannski eitthvað í tónlistinni.“ Sátt á ÍslandiPlatan verður sungin á íslensku enda er Birgitta ekkert að velta fyrir sér frægð og frama í útlöndum. „Mér þykir svo vænt um íslenska markaðinn að ég þarf ekkert að leita lengra. Ég hef enga löngun til að gera neitt á ensku í þeirri von að einhver uppgötvi mig úti í heimi. Ég vil gera þetta á Íslandi því þar er ég sátt,“ segir hún. Áfram með StuðmönnumÞrátt fyrir að sólóferill sé í vændum ætlar Birgitta að halda áfram að syngja með Stuðmönnum eins og hún hefur gert undanfarið eitt og hálft ár með góðum árangri. „Það er búið að vera alveg meiri háttar og ólíkt öllu því sem ég hef gert áður.Við höldum því starfi áfram,“ segir Birgitta, sem segist samt ekki líta á sig sem Stuðmann. „Ég mun aldrei verða Stuðmaður en ég get kallað mig Stuðkonu. Ragga er Stuðmaðurinn.“
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira