Hvað eiga bílaumboðið Hekla og Hekluskógar sameiginlegt? 4. ágúst 2007 07:30 Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun