Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fær sjö af tíu mögulegum fyrir plötu sína Englabörn í breska tónlistartímaritinu NME. Platan, sem var samin fyrri samnefnt leikrit, var nýverið endurútgefin hjá breska útgáfufyrirtækinu 4AD en hún kom fyrst út árið 2002 á vegum Touch-útgáfunnar.
„Englabörn er eitthvað sem NASA gæti skotið út í geiminn til að sýna hversu miklar breytingar hafa orðið á menningu jarðarinnar,“ segir í umsögninni.
„Ef Philip Glass er of vinsældavænn fyrir þig ættirðu að beina þínum ofurþroskaða tónlistarsmekk hingað.“
Jóhann er um þessar mundir að vinna að næstu plötu sinnar sem er væntanleg næsta vor.
