Körfubolti

Skallagrímur lagði Keflavík

Darrell Flake var stigahæstur Skallagrímsmanna með 29 stig í dag.
Darrell Flake var stigahæstur Skallagrímsmanna með 29 stig í dag. mynd/anton brink

Skallagrímur lagði Keflavík 100-98 í hörkuleik í úrvalsdeild karla sem fram fór í Borgarnesi í dag. Heimamenn náðu mest 17 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar náðu að jafna í lokin. Það var svo Axel Kárason sem gerði út um leikinn þegar 5 sekúndur voru eftir með tveimur vítaskotum.

Magnús Þór Gunnarsson skoraði 30 stig fyrir Keflavík en Darrell Flake skoraði 29 stig fyrir Skallagrím og Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig. Njarðvík og KR eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 umferðir, en grannarnir Snæfell og Skallagrímur hafa 18 stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Keflavík kemur svo í 5. sæti með 14 stig og Grindavík í því 6. með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×