Upp í kok af álkjaftæði 18. febrúar 2007 18:17 Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum." Fréttir Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. Fólk yfir sextugt í sveitinni hefur tekið sig saman og mótmælt harðlega fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Félagar hafa áhyggjur af hriplekum jarðskjálftasprungum, náttúruperlum sem fari undir vatn og þeir lýsa fullum stuðningi við baráttu landeigenda við að halda jörðum óskertum til búrekstrar. Ályktunin var einróma samþykkt á félagsfundi á föstudaginn. Fimmtíu og fimm manns eru skráðir í félagið og eru allir yfir sextugt, sú elsta komin á tíræðisaldur. Vilmundur Jónsson í Skeiðháholti á bökkum Þjórsár er formaður félagsins. Hann segir talsverða umræðu um virkjanirnar í sveitinni nú þegar framkvæmdir eru að bresta á, það sé eins og fólk sé að ranka við sér. Jón Eiríksson í Vorsabæ er ekki sáttur. "Við erum alin upp í ungmennafélagsandanum, að elska virða og rækta landið og þegar kemur að því að fara að umturna sveitinni okkar með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum þá bregður okkur í brún því okkur þykir vænt um sveitina okkar." Erlingur Loftsson á Sandlæk segir fólk búið að fá upp í kok "af þessu álkjaftæði." Hann segist ekki sjá þörfina fyrir meiri virkjanir núna og vill bíða eftir nýtingar- og verndaráætlun stjórnvalda. "Ég vil ekki láta stimpla mig sem einhvern afturhaldsmann sem sé á móti framförum og þvíumlíku, það er ég alls ekki, en mér finnst vera einhver skynsemisskortur þarna í öllum þessum ákafa." En af hverju eru þeir rígfullorðnir mennirnir að berjast gegn þessum virkjunum? "Ja, ég er náttúrlega orðinn hundgamall," segir Jón, "en þetta kemur bara við hjartað á manni þegar það á að fara að virkja hérna í sveitinni minni gömlu. Og ég stóð að þessari ályktun svo ég hefði betri samvisku áður en ég hrykki upp af." Og Erlingur vitnar í orð ungs drengs á baráttufundi í Reykjavík. "Það er alveg óhætt að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum."
Fréttir Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira