Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Ekki er búist við miklum árangri af þessum viðræðum. Rice sagði sjálf að þær væru óformlegar. Leiðtogarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um hvað á að tala um á fundinum.
Bandaríkin hafa lagt til að rætt verði um landamæri hugsanlegs ríkis Palestínumanna, flóttamenn og stöðu Jerúsalems, en stjórnmálaskýrendur segja harla ólíklegt að samkomulag náist um einhvern þessara hluta í dag.