George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag ferðalagi sínu um Suður-Ameríku áfram. Í dag fundaði hann með forseta Úrugvæ en þeir vilja ólmir skrifa undir fríverslunarsamninga við Bandaríkin, jafnvel þó svo þeir þyrftu að yfirgefa fríverslunarbandalag ríkja í Suður-Ameríku
Ferðalag Bush hefur vakið mikla athygli í Brasilíu og Úrugvæ og mótmæltu um 5.000 manns í Úrugvæ komu hans til landsins. Bush hefur verið ásakaður um að rækta ekki samband Bandaríkjanna við ríki Suður-Ameríku en hann neitar því. Hann mun gefa hundruð milljón dollara í hjálparstyrki til þeirra ríkja sem hann heimsækir í ferðalaginu.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur sjálfur verið á ferðalagi um Suður-Ameríku til þess að vega upp á móti ferðalagi Bush. chavez hefur kallað Bush mörgum illum nöfnum og hvatt til mótmæla gegn komu hans.
Bush kominn til Úrugvæ
