Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir 15. mars 2007 16:28 Hlynur Bæringsson á von á erfiðu einvígi við Keflvíkinga Mynd/Stefán Karlsson Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. "Maður hefði nú alveg geta ímyndað sér þetta auðveldara í fyrstu umferð en að mæta Keflavík og þetta verður hörkurimma. Við vitum nú ekki alveg hvernig þeir mæta til leiks, hvort þeir verða með Bandaríkjamann eða ekki, en það er ljóst að þeir eru samt með mjög vel mannað lið. Arnar Freyr er svo auðvitað meiddur og þar er erfitt fyrir þá, en Keflavík á nóg af bakvörðum til að bregðast við því. Það skiptir engu máli í hvaða sæti Keflavíkurliðið endaði, þeir eru alltaf erfiðir," sagði Hlynur. En hvernig er stemmingin í Hólminum? "Við hefðum auðvitað vilja vera í betra sæti eftir deildarkeppnina, en við fáum þó heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni. Við erum mjög sáttir við þjálfarann sem við fengum frá Danmörku, það eru allir sáttir við hann og það hefur verið stígandi í liðinu hjá okkur í vetur," sagði Hlynur og sagði Snæfellinga setja stefnuna hátt í úrslitakeppninni. "Við komumst auðvitað í úrslit tvö ár í röð á móti Keflavík á sínum tíma þannig að það væri líklega lélegt að stefna á eitthvað minna en að komast í úrslit. Við viljum auðvitað vinna titilinn eins og öll þessi lið og ég sjálfur verð ekki ánægður með neitt annað. Ég held að yrði ekkert stórslys ef eitthvað annað lið en við myndi landa titlinum - en menn eru á rangri hillu ef þeir ætla sér eitthvað annað en sigur í keppninni," sagði Hlynur brattur. Leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og klukkan 20 mætast KR og ÍR í DHL-höllinni, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. "Maður hefði nú alveg geta ímyndað sér þetta auðveldara í fyrstu umferð en að mæta Keflavík og þetta verður hörkurimma. Við vitum nú ekki alveg hvernig þeir mæta til leiks, hvort þeir verða með Bandaríkjamann eða ekki, en það er ljóst að þeir eru samt með mjög vel mannað lið. Arnar Freyr er svo auðvitað meiddur og þar er erfitt fyrir þá, en Keflavík á nóg af bakvörðum til að bregðast við því. Það skiptir engu máli í hvaða sæti Keflavíkurliðið endaði, þeir eru alltaf erfiðir," sagði Hlynur. En hvernig er stemmingin í Hólminum? "Við hefðum auðvitað vilja vera í betra sæti eftir deildarkeppnina, en við fáum þó heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni. Við erum mjög sáttir við þjálfarann sem við fengum frá Danmörku, það eru allir sáttir við hann og það hefur verið stígandi í liðinu hjá okkur í vetur," sagði Hlynur og sagði Snæfellinga setja stefnuna hátt í úrslitakeppninni. "Við komumst auðvitað í úrslit tvö ár í röð á móti Keflavík á sínum tíma þannig að það væri líklega lélegt að stefna á eitthvað minna en að komast í úrslit. Við viljum auðvitað vinna titilinn eins og öll þessi lið og ég sjálfur verð ekki ánægður með neitt annað. Ég held að yrði ekkert stórslys ef eitthvað annað lið en við myndi landa titlinum - en menn eru á rangri hillu ef þeir ætla sér eitthvað annað en sigur í keppninni," sagði Hlynur brattur. Leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og klukkan 20 mætast KR og ÍR í DHL-höllinni, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira