Að minnsta kosti þrír unglingar týndu lífi og sjö særðust þegar árás var gerð á íslamskan skóla í Suður-Taílandi í gær.
Lögregla segir uppreisnarmenn úr hópi múslima hafa kastað sprengjum inn í skólann áður og síðan skotið á heimavist nemenda.
Þorpsbúar í næsta nágrenni taka þó ekki lýsingar lögreglu trúanlegar og segja her landsins hafi ráðist á skólann til að skella skuldinni á uppreisnarmenn.