Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks lagði Toronto auðveldlega í Madison Square Garden 92-74. Stephon Marbury skoraði 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þar sem New York hafði betur 35-13 og lagði grunninn að sigrinum.
Channing Frye skoraði 20 stig fyrir New York og nýliðinn Renaldo Balkman hitti úr öllum 7 skotum sínum og skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Chris Bosh var stigahæstur hjá Toronto með 21 stig og TJ Ford skoraði 14 stig.
Stórleikur Detroit og Dallas hefst klukkan 19:30 og við færum fréttir af honum síðar í kvöld. Sjónvarpsleikurinn á NBA TV er svo slagur Lakers og Timberwolves og hefst hann á miðnætti.